Fara í efni

Þekkingarnetið tekur við þjónustu við framhaldsskóladeild

Fréttir
Í gær var undirritaður samningur á milli Þekkingarnets Þingeyinga og Framhaldsskólans á Laugum um þjónustu ÞÞ við deild skólans á Þórshöfn. Framhaldsskóladeildin hefur verið rekin í Menntasetrinu í samvinnu við Langanesbyggð og starfsstöð Þekkingarnetsins síðan haustið 2009 en nemendafjöldi við deildina hefur verið misjafn eftir árum. Í ágúst hætti Hildur Stefánsdóttir sem verkefnastjóri en hún hafði starfað við deildina í 6 ár. Á haustönn eru tveir nemendur í hlutanámi en enginn nemandi í fullu námi og var því gripið á það ráð að ÞÞ þjónusti nemendur í vetur ásamt því að vinna að þróunarvinnu um áframhald og framtíðarsýn fyrir deildina. Þeir sem hafa áhuga á að stunda nám við deildina eða nýta sér þjónustuna er því bent á að hafa samband við Heiðrúnu heidrun(hja)hac.is (464-5144) eða Grétu Bergrúnu greta(hjá)hac.is

Í gær var undirritaður samningur á milli Þekkingarnets Þingeyinga og Framhaldsskólans á Laugum um þjónustu ÞÞ við deild skólans á Þórshöfn. Framhaldsskóladeildin hefur verið rekin í Menntasetrinu í samvinnu við Langanesbyggð og starfsstöð Þekkingarnetsins síðan haustið 2009 en nemendafjöldi við deildina hefur verið misjafn eftir árum. Í ágúst hætti Hildur Stefánsdóttir sem verkefnastjóri en hún hafði starfað við deildina í 6 ár. Á haustönn eru tveir nemendur í hlutanámi en enginn nemandi í fullu námi og var því gripið á það ráð að ÞÞ þjónusti nemendur í vetur ásamt því að vinna að þróunarvinnu um áframhald og framtíðarsýn fyrir deildina. Þeir sem hafa áhuga á að stunda nám við deildina eða nýta sér þjónustuna er því bent á að hafa samband við Heiðrúnu heidrun(hja)hac.is (464-5144) eða Grétu Bergrúnu greta(hjá)hac.is