Fara í efni

Þingeysk vefverslun með vélavörur

Fundur
7. janúar 2008Ný vefverslun hefur tekið til starfa í Þingeyjarsýslum og er það Guðmundur Vilhjálmsson vélfræðingur frá Þórshöfn sem hefur sett vefinn á fót.  Á boðstólnum eru margar gerðir af smu

7. janúar 2008
Ný vefverslun hefur tekið til starfa í Þingeyjarsýslum og er það Guðmundur Vilhjálmsson vélfræðingur frá Þórshöfn sem hefur sett vefinn á fót.  Á boðstólnum eru margar gerðir af smurefnum, sápum, ræstitólum auk margra annarra vöruflokka, s.s. bílavörur og mótorhjólavörur.
Það er fyrirtæki Guðmundar, Vélaleiga Húsavíkur ehf sem rekur vefinn, en Guðmundur hefur verið að selja vörur sínar hér á svæðinu undanfarina mánuði.
Fyrst um sinn verður boðið upp á um 80 vörutegundir í 15 vöruflokkum, en úrvalið mun aukast með hækkandi sól og stefnt er að því að hafa um 20 vöruflokka á boðstólnum með um 200 vörutegundum.

Heimasíðan
http://www.velavorur.is/