Þingeyskur Sögugrunnur
Kynningarfundur í Félagsheimilinu Þórsveri þann 7. mars kl. 11:00 12:30
Laugardaginn 7. mars verður haldinn kynningarfundur í Félagsheimilinu Þórsveri á vegum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga á verkefninu Þingeyskur Sögugrunnur.
Verkefnið felur í sér skráningu á sagnfræðilegum þáttum og staðháttum í Þingeyjarsýslum, á svæði sem nær allt frá botni Eyjafjarðar austur fyrir Langanes, í heildstætt upplýsingakerfi. Upplýsingarnar í kerfinu verða svo gerðar aðgengilegar almenningi t.d. í gegnum kortavefsjá á netinu.
Sem dæmi um þær upplýsingar sem nú er unnið að skráningu á eru: Gömlu árabátamiðin, bátalendingar, vöð og ferjustaðir, gamlar þjóðleiðir um sýsluna, kirkjur og kirkjustaðir o.fl.
Aðstandendur fundarins hvetja heimamenn til að koma á framfæri sínum hugmyndum um hvaða upplýsingum beri að safna í Sögugrunninn. Góður tími er áætlaður í spjall.
Allir sem áhuga hafa á menningararfleifð Þingeyinga eru hvattir til að mæta á fundinn og sérstaklega þeir sem kunna að búa yfir þekkingu sem nýst gæti verkefninu.
Þeir sem vilja leita sér nánari upplýsinga um verkefnið eða fundinn er bent á að hafa sambandi við Daníel á netfangið danniborg@gmail.com eða í síma 8220522.
Boðið veður upp á kaffi og meðlæti.
Allir velkomnir.
Menningarmiðstöð Þingeyinga