Þjónustustefna Langanesbyggðar - drög til kynningar.
Þjónustustefna sveitarfélagsins er sett á grunni 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í júní 2021 var lögfest ákvæði í fyrrnefndum sveitarstjórnarlögum að frumkvæði Byggðastofnunar sem kveður á um að sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum.
Drög að þjónustustefnu voru lögð fyrir byggðaráð 30. nóvember 2023 sem samþykkti eftirfarandi:
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð óskar eftir áliti nefnda á þessum frumdrögum með ósk um umsögn um þá liði sem snerta viðkomandi nefndir.
Nefndir hafa fjallað um stefnuna og gefið álit. Hér með gefst íbúum einnig tækifæri til að segja sitt álit á þjónustustefnunni í samræmi við lögin þar sem sveitarfélaginu ber að kynna þau fyrir íbúum og gefa þeim tækifæri til að koma með athugasemdir áður en þau koma til samþykktar í sveitarstjórn. Athugasemdir skal senda á netfangið bjorn@langanesbyggd.is
Drögin er að finna hér: Drög að þjónustustefnu Langanesbyggðar
Sveitarstjóri