Fara í efni

Þórhalla frá Sauðanesi

6.nóv 2007Sælir Langnesingar, heima og heiman.Gaman að sjá að gestabókin er komin í gagnið, vona innilega að Ölver og Helgi nýti það til fullnustu. Var annars að spá í nýjustu tölur frá Ölver um hjúsk
6.nóv 2007
Sælir Langnesingar, heima og heiman.
Gaman að sjá að gestabókin er komin í gagnið, vona innilega að Ölver og Helgi nýti það til fullnustu. Var annars að spá í nýjustu tölur frá Ölver um hjúskaparstöðu/jeppaeign og varð hugsað til þeirra tíma þegar ég, Hildur Vala, Marinó og fleira gott fólk vorum meðlimir í Einhleypingafélagi Þórshafnar. Held að félagssskapurinn hafi á hátindi sínum tekið nærri hálft félagsheimilið á þorrablóti eitt árið en leystist svo upp að talsverðu leyti þegar fólk innan félags tók að para sig á hinum ágætu samkomustöðum Þórsveri, Hafnarbarnum, Sarajevo og Goraste. Við reyndar urðum útundan í þeirri samkeppni eins og sumir jeppaeigendanna en fundum svo öll okkar betri helming hér á Norðfirði, spurning hvort piltarnir verða ekki að skreppa til okkar á breyttu jeppunum og gá hvað gerist. Mæli allavega með því að þeir hætti að rúnta út á nes, þar er ekkert að hafa nema kannski rjúpur á þessum árstíma, miklu nær að skreppa í nálæg byggðarlög. Held að Ævari veiti ekkert af því að fá fleiri í lið með sér til að stofna sjálfshjálparhóp giftra eigenda jeppa með breytta aksturseiginleika. En vonandi hefur nú eitthvað gerst hjá ykkur um heitu helgina:)
Bið að heilsa
Þórhalla frá Sauðanesi