Fara í efni

Þorrablót

Þorrablótið í Grunnskólanum á Bakkafirði var haldið 21. janúar. Var boðið upp á þorramat í hádeginu og tóku flestir vel til matar síns. Sumir hökkuðu í sig hákarlinn og hrútspungana eins og um kartöfl

Þorrablótið í Grunnskólanum á Bakkafirði var haldið 21. janúar. Var boðið upp á þorramat í hádeginu og tóku flestir vel til matar síns. Sumir hökkuðu í sig hákarlinn og hrútspungana eins og um kartöfluflögur væri að ræða meðan aðrir fussuðu og sveiuðu yfir vondri lykt.

Þegar allir höfðu lokið við að snæða dýrindis þorramat , kom Anna Breiðfjörð danskennari  og börnin buðu foreldrum að koma og sjá lokadansæfingu, heppnaðist það mjög vel enda flottir og duglegir krakkar.

Klukkan sex  komu börnin upp í skóla í pizzaveislu, eftir matinn var haldið inn í sal og farið í leiki. Þegar líða fór að kveldinu var sett videospóla í tækið og börnin völdu sér dýnu til að hvílast á.

Um morgunin var boðið upp á morgunhressingu og fóru börnin heim hress og kát enda afburðarmikill dagur að baki.

Myndir

Indrið Örn hress og kátur

Telma Líf

Flottar, Telma líf og Þórey Lára

Embla Sif

Patryk

Erla Salome

Erna Ólöf að smakka hákarl

Indriði Örn

Guðrún Margrét