Þorrablótsgleði í febrúarhita
13.02.2017
Fréttir
Á laugardaginn gerðu íbúar Þórshafnar og nágrennis sér glaðan dag á hinu árlega þorrablóti. Í ár var sú nýjung að hafa borðhaldið í íþróttahúsinu en dansleikinn í Þórsveri. Nefndin var búin að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning og skilaði það sér í alveg þrusu góðu blóti. Tæplega 300 manns sátu borðhaldið og voru margir gestkomandi, enda allir vegir auðir í þessu tíðarfari. Hin besta skemmtun þar sem kíkt var í ýmis horn samfélagsins og svo var hljómsveitin SOS með dúndrandi ball fram eftir nóttu. /GBJ
Á laugardaginn gerðu íbúar Þórshafnar og nágrennis sér glaðan dag á hinu árlega þorrablóti. Í ár var sú nýjung að hafa borðhaldið í íþróttahúsinu en dansleikinn í Þórsveri. Nefndin var búin að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning og skilaði það sér í alveg þrusu góðu blóti. Tæplega 300 manns sátu borðhaldið og voru margir gestkomandi, enda allir vegir auðir í þessu tíðarfari. Hin besta skemmtun þar sem kíkt var í ýmis horn samfélagsins og svo var hljómsveitin SOS með dúndrandi ball fram eftir nóttu. /GBJ
Reimleikar í Gunnólfsvíkurfjalli...