Fara í efni

Þórshafnarkirkja auglýsir

Fréttir
Margt er á döfinni í kirkjulegu starfi á svæðinu, kirkjubrall-æðruleysismess og störnustund

Kirkjubrall
Það verður brallað ýmislegt í Svalbarðsskóla á kirkjubralli nú n.k. fimmtudag, 3. mars milli kl. 18:00 og 19:30.
Tökum fram markaspilið og spilastokka. Daníel Hansen og fl. kynna útskurð í tré, búum út skrautlega páskaunga úr könglum og borðum saman góða súpu. Rabbhorn fullorðinna verður á sínum stað. Ath. Takið með prjónana og neftóbakið! Sagnahefð, tónlist og margt fleira á döfinni.
Hittumst kát og hress á vettvangi kirkjunnar.

Kirkjubrallsnefndin


 

Æðruleysismessa
N.k. sunnud, 6. mars kl. 14:00 verður æðruleysismessa í Þórshafnarkirkju í umsjá sr. Hildar Sigurðardóttur og Elvars Bragasonar. (Það á að reyna aftur.) Ljúf tónlist, 12 sporin, vitnisburður og hugvekja.
Söfnuðurinn hvattur til að eiga saman notalega stund í kirkjunni  og þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni.
Verið velkomin. 

Sr. Hildur og Elvar


 

Stjörnustund í kirkjunni
fyrir börn í 1. - 4.  bekk grunnskóla 

Ætlum að bjóða upp á samveru í Þórshafnarkirkju á fimmtudögum  kl. 14:30, mars, apríl og maí. Leggjum áherslu á söng við gítarundirleik, leiki og föndur. Verið velkomin. 

Brynhildur og Arnar Freyr Warén