Fara í efni

Þrjátíu ára afmælishátíð grunnskólans á Bakkafirði.

Fréttir
Síðastliðinn föstudag var afmælishátíð í grunnskólanum á Bakkafirði en 30 ár eru liðin síðan skólahúsnæðið var tekið í notkun. Nemendur fóru vel yfir skólasögu gamla Skeggjastaðahrepps, kynntu farskólann, skólann á Skeggjastöðum og Grunnskólann á Bakkafirði. Aðalbjörg Jónasdóttir var með frásagnir frá farskólanum og heimavistinni á Skeggjastöðum en hún var stundaði nám í þeim báðum. Nemendur spiluðu og sungu lög með textum eftir skáldin úr hreppnum Örn Arnarsson og Kristján frá Djúpalæk. Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn gaf Grunnskólanum á Bakkafirði 100.000 kr til eflingar á raungreinum. Að sjálfsögðu voru svo góðar veitingar fyrir gesti. /GBJ

Síðastliðinn föstudag var afmælishátíð í grunnskólanum á Bakkafirði en 30 ár eru liðin síðan skólahúsnæðið var tekið í notkun. Nemendur fóru vel yfir skólasögu gamla Skeggjastaðahrepps, kynntu farskólann, skólann á Skeggjastöðum og Grunnskólann á Bakkafirði.
Aðalbjörg Jónasdóttir var með frásagnir frá farskólanum og heimavistinni á Skeggjastöðum en hún var stundaði nám í þeim báðum. Nemendur spiluðu og sungu lög með textum eftir skádlin úr hreppnum Örn Arnarsson og Kristján frá Djúpalæk. Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn gaf Grunnskólanum á Bakkafirði 100.000 kr til eflingar á raungreinum. Að sjálfsögðu voru svo góðar veitingar fyrir gesti. /GBJ