Fara í efni

Til upplýsinga fyrir notendur á ljósleiðara Tengis

Fréttir

Ljósleiðarinn er tilbúinn til notkunar og er fyrirkomulag framkvæmda með þeim hætti að gengið er frá ljósleiðaranum innanhúss á sama tíma og þjónustan um ljósleiðarann er virkjuð, þ.e. í sömu heimsókn. Viðskiptavinir geta haft samband við sínar þjónustuveitur (Vodafone eða Nova) og pantað flutning af kopar yfir á ljósleiðara. Einnig er hægt að hafa samband við okkur hjá Tengir og við aðstoðum ykkur við þetta.

Viðskiptavinir sem vilja vera með internetþjónustu hjá Símanum og Hringdu, geta vonandi pantað þjónustu fljótlega. Míla hefur ekki gengið frá endurnýjum samnings við Tengir um aðgengi að ljósleiðarakerfi Tengis og þessar þjónustuveitur afhenda eingöngu internetþjónustur til heimila gegnum gagnaflutningskerfi Mílu á norðurlandi. Samhliða endurnýjum samnings stóð til að bæta Þórshöfn inn í tengihæf staðföng, en vonir standa til að þetta mál klárist sem allra fyrst.

Við hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar til að hafa samband við okkur. Einnig ef fólk hefur áhuga á frekari vinnu vegna innanhúslagna, uppsetningu á öryggis- eða myndavélakerfum, en þá getum við skipulagt ferðir tæknimanna með hliðsjón af þeirri vinnu.

Upplýsingasími hjá okkur er: 4600414 og tölvupóstur tengir@tengir.is