Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis við Langholt, Þórshöfn, Langanesbyggð

Fréttir
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. ágúst 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis við Langholt, Þórshöfn, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. ágúst 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis við Langholt, Þórshöfn,  skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið markast af gildandi deiliskipulagi við Stórholt og Háholt í vestri, Langholti í suðri og fyrirhuguðum tengibrautum á þéttbýlismörkum í norðri og við Hafnarlækinn í austri. Svæðið er um 1.8 hektarar að stærð.

Deiliskipulagstillagan felur í sér afmörkun á lóðum og byggingarreitum fyrir athafnastarfsemi með tilheyrandi skilmálum og skilgreiningum.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn, frá 29.09.2014 til og með 03.11.2014 og á heimasíðu Langanesbyggðar, www.langanesbyggd.is.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast sveitarstjóra í síðasta lagi 03.11.2014 annaðhvort á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn eða á netfangið: sveitarstjori@langanesbyggd.is

Athafnarsvæðið við Langholt - Deiliskipulag
Greinargerð

Sveitarstjóri Langanesbyggðar