Tillaga að skólastefnu lögð fram
Þann 27. janúar skilaði Ingvar Sigurgeirsson af sér tillögu að skólastefnu fyrir Langanesbyggð og Svalbarðshrepp. Endanleg skólastefna mun síðan liggja fyrir fljótlega eftir þann athugasemdafrest sem gefinn er eða í febrúarlok.
Vinnan við mótun þessarar skólastefnu hefur verið í gangi síðan í haust. Allir hagsmunaðilar í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi eiga að hafa fengið tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri og leggja sitt af mörkum. Bæði var Ingvar með skipulagða fundi með hagsmunaaðilum, sem og fundi sem voru opnir öllum íbúum.
Nú hefur Ingvar skilað að sér þessari tillögu að skólastefnu og gefur öllum sem vilja koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri tækifæri til þess. Þeim má skila með því að hafa samband við Ingvar á netfangið ingvars@hi.is
Athugasemdir þurfa að berast fyrir 17. febrúar n.k.
Tillögu að skólastefnu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, ásamt greinargerð
Ingvars, má nálgast hér.