Fara í efni

Tillögur á borði forsætisráðherra um málefni Bakkafjarðar

Fréttir
Frá Bakkafirði, ljósm. Hilma Steinsdóttir
Frá Bakkafirði, ljósm. Hilma Steinsdóttir
Í dag eiga fulltrúar starfshóps um málefni byggðarinnar við Bakkaflóa fund með forsætisráðherra þar sem tillögur hópsins að aðgerðum til styrkingar byggðinni verða lagðar fram

Í dag eiga fulltrúar starfshóps um málefni byggðarinnar við Bakkaflóa fund með forsætisráðherra þar sem tillögur hópsins að aðgerðum til styrkingar byggðinni verða lagðar fram.  Að sögn Elíasar Péturssonar sveitarstjóra leggur hópurinn áherslu á að nú þegar verði sett á laggirnar sérstök aðgerðastjórn sem hafi umboð til að hrinda þeim verkefnum sem starfshópurinn leggur til í framkvæmd í samsatrfi við hlutaðeigandi aðila. Þær aðgerðir rúmast ekki nema að hluta til innan skilgreindra starfsheimilda einstakra stofnana og krefjast því beins stuðnings ríkisstjórnarinnar. „Tími aðgerða er einfaldlega runnin upp á grundvelli þeirra greininga sem þegar liggja fyrir og er m.a. að finna í greinargerð starfshópsins. Við megum einfaldlega engan tíma missa.“ Erindi starfshópsins til forsætisráðherra ásamt tillögum og greinargerð er að finna hér.

Erindi til forsætisráðherra

Greinargerð starfshópsins