Fara í efni

Umboðsmaður Norlandair á Þórhafnarflugvelli óskast

Fréttir
Norlandair óskar eftir að ráða umboðsmann á Þórshafnarflugvelli. Við leitum að þjónustusinnuðum einstaklingi með áhuga taka þátt í uppbyggingu á ört vaxandi fyrirtæki í flugrekstri.

Norlandair óskar eftir að ráða umboðsmann á Þórshafnarflugvelli. Við leitum að þjónustusinnuðum einstaklingi með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á ört vaxandi fyrirtæki í flugrekstri.

Starfið:

  • Innritun og bókun farþega
  • Hleðsla og afhleðsla flugvéla
  • Símsvörun á skrifstofu
  • Samskipti við samstarfsaðila og aðra viðskiptavini

Menntun og hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Mjög gott vald á ensku
  • Hagnýt reynsla af ferðaþjónustu
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Aðlögunarhæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Jákvætt hugafar og rík þjónustulund 

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið með að senda ferilskrá og kynningarbréf á netfangið norlandair@norlandair.is 

Norlandair er flugfélag, staðsett á Akureyri. Félagið sinnir áætlunarflugi frá Akureyri til þriggja áfangastaða innanlands sem og Constable Pynt á Grænlandi. Félagið rekur 6 flugvélar og starfsmenn eru 20 talsins. 

www.norlandair.is