Umhverfisátak og grill á laugardaginn
23.05.2017
Fréttir
Hreinsunardagur fjölskyldunnar í okkar fögru þorpum verður að þessu sinni n.k. laugardag 27. maí þar sem íbúar eru hvattir til að huga að nánasta umhverfi og gera snyrtilegt fyrir sumarið.
Hreinsunardagur fjölskyldunnar í okkar fögru þorpum verður að þessu sinni n.k. laugardag 27. maí þar sem íbúar eru hvattir til að huga að nánasta umhverfi og gera snyrtilegt fyrir sumarið.
Tími- og staðsetningar
- Á Bakkafirði byrjum við klukkan 13.00 við Grunnskólann.
- Á Þórshöfn byrjum við klukkan 13.00 við Sunnuveg, áhaldahús og íþróttahús.
- Íbúar eru beðnir um að tína upp bréfarusl, plast, dósir og annað smálegt sem hefur lent á röngum stað hjá okkur yfir veturinn.
- Eigendur fyrirtækja í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka fullan þátt í umhverfisátakinu, sér í lagi með því að fjarlægja brotmálma, timburúrgang og annað sem safnast hefur á lóðir þeirra, sjá nánar hér neðar.
- Í tengslum við umhverfisátakið verða afklippur af trjám og runnum og annar garðaúrgangur fjarlægður garðeigendum að kostnaðarlausu til 2. júní nk.
- Hreinsa skal þannig að hóparnir endi sem næst miðju þorpanna og hjálpist að við hreinsun svæða í lokin.
- Garðaúrgangur ætti að vera í pokum, en trjágreinar bundnar saman og staðsett þannig að vel sé aðgengilegt starfsmönnum bæjarins.
- Salt til gróðureyðingar er hægt að fá ókeypis hjá hafnarvog á Þórshöfn.
- Garðeigendur ættu að nota tækifærið og taka rækilega til í eigin görðum fram að hreinsunardegi og koma frá sér rusli í safnhauga hreinsunardagsins.
Verkefni
Við gerum ráð fyrir að klára yfirferðina á um 4 klukkustundum, að verki loknu munum við grilla í boði Langanesbyggðar við Grunnskólann á Bakkafirði og Íþróttahúsið á Þórshöfn.
Starfsmenn sveitarfélagsins munu aðstoða við tiltektina, þ.e. útdeila plast pokum og hirða þá og koma á ruslahauga.
Allir sem vettlingi geta valdið og eiga heimangengt eru hvattir til að mæta stundvíslega.
Hreinsunarátak í dreifbýli verður kynnt síðar.
- Gámasvæðið á Þórshöfn verður opið fyrir íbúa og fyrirtæki til og með 2. júní nk. milli kl. 16-19 alla dagana. Sömu daga verða til staðar á Bakkafirði gámar fyrir timbur og málma þar sem hægt verður að koma rusli og öðru sem henda þarf.
-Umhverfis- og skipulagsnefnd Langanesbyggðar.