Fara í efni

Umhverfisvinir á Þórshöfn

Fréttir

Börn úr Grunnskólanum á Þórshöfn vöktu athygli vegfarenda á umhverfismálum og héldu á skiltum fyrir utan Kjörbúðina á Þórhöfn. Þar mátti sjá til að mynda hvatningu til bifreiðaeigenda um að drepa á vélum bíla fyrir utan verslunina og áminningu um að endurvinna og endurnýta. Unga kynslóðin er greinilega að taka af skarið í umhverfismálum og hvetja til minni mengunar enda er þetta kynslóðin sem mun erfa landið og vill fá það í hendur ómengað eins og við sem eldri erum tókum við því. Gott framtak sem vert er að vekja athygli á.