Fara í efni

Umsjónarmaður félagsheimilisins Þórsvers á Þórshöfn

Fréttir

Langanesbyggð auglýsir eftir umsjónarmanni félagsheimilisins Þórsvers á Þórshöfn.

Starfið felst í að taka við bókunum á félagsheimilinu, sjá um að allt sé tilbúið til þeirra notkunar sem þörf er á hverju sinni og að frágangur sé í lagi hverju sinni. Enn fremur skal umsjónarmaður sjá til þess að húsnæðið sé hreint og aðgengilegt leigutaka.

Umsjónarmaður kemur upplýsingum um not hússins til skrifstofu til innheimtu. Þá eru ýmiss smærri viðhalds- og tiltektarverkefni á verksviði umsjónarmanns.

Miðað er við 30% starfshlutfall og er vinnutími sveigjanlegur og breytilegur. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf fljótlega, helst 1. ágúst nk.

Greitt er skv. kjarasamningum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí nk.

Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra elias@langanesbyggd.is, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar.