Umsvif á Þórshöfn
18. sept. 2008
Þorsteinn ÞH kom í nótt til Þórshafnar með 350 tonn af síld til manneldisvinnslu í frystihúsi félagsins. Ekki hefur verið fryst síld á Þórshöfn í þrjú ár. Júpíter ÞH bíður löndunar með um 200 tonn af síld til vinnslu. Framleiðslan fer öll inn á markaði í austur evrópu þar sem eftirspurnin hefur verið mikil eftir frystri síld. Í vor og sumar hefur verið unnin kúffiskur í frystihúsinu á þórshöfn og hefur verið landað tæplega 7.000 tonnum af kúffiski til vinnslu.
Guðmundur VE landaði einnig á Þórshöfn í byrjun vikunnar. Alls landaði hann um 660 tonnum af frystum makríl- og síldarafurðum. Aflaverðmæti veiðiferðarinnar var um 90 milljónir en þá er aflaverðmæti skipsins frá áramótum tæpar 1.100 milljónir.
Rétt utan við hafnarmynnið á Þórshöfn bíðu í dag ásamt Júpíter ÞH, tvö flutningaskip færis á að koma inn til hafnar á Þórshöfn til að lesta afurðir til útflutnings. Annað þeirra er mjölflutningaskipið M/V Fonnland sem lestaði á mánudaginn í Vestmannaeyjum og mun lesta um 1300 tonn af mjöli á Þórshöfn. Hitt skipið á að taka frystar síldarafurðir úr frystiklefa Ísfélagsins á markað í austur Evrópu.
Fengið af heimsíðu Ísfélagsins www.isfelag.is