Fara í efni

Undanþága veitt frá fjarlægðarmörkum

Fréttir
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað Langanesbyggðar við Bakkafjörð.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað Langanesbyggðar við Bakkafjörð. Tillagan gerir ráð fyrir heimilt verði að urða allt að 200 tonn af úrgangi á ári. Tillagan ásamt greinargerð um áhrif hugsanlegrar mengunar sem og starfsleyfisumsókn rekstraraðila ásamt umsókn um undanþágu frá fjarlægðarmörkum og umsókn um að vera skilgreind sem afskekkt byggð mun verða aðgengileg hjá sveitarfélaginu Langanesbyggð á tímabilinu 7. nóvember til 7. desember 2017. Umsóknin ásamt helstu gögnum verður einnig aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun samþykkti beiðni rekstraraðila um undanþágu frá fjarlægðarmörkum að fenginni umsögn Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Einnig var tekið tillit til óska rekstraraðila um skilgreininguna afskekkt byggð er kom að starfsleyfisskilyrðum samkvæmt reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs.

Umhverfisstofnun mun halda opinn kynningarfund um tillöguna ef óskað verður eftir því.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. desember 2017.