Fara í efni

Unglingadeild Bjsv. Hafliða.

Boðað er til fundar í unglingadeild Bjsv. Hafliða í kvöld, 26 nóvember, klukkan 20.00 í Hafliðabúð. Rætt verður um starfsemina í vetur en stefnt er á að reglulegir fundir verði í unglingadeildinni.&nb

Boðað er til fundar í unglingadeild Bjsv. Hafliða í kvöld, 26 nóvember, klukkan 20.00 í Hafliðabúð. Rætt verður um starfsemina í vetur en stefnt er á að reglulegir fundir verði í unglingadeildinni.

 

Aldur þeirra sem starfa í unglingadeildum björgunarsveita er almennt 14 til 18 ára.

 

Þórarinn Þórisson ætlar að vera umsjónarmaður unglingadeildar og eins munu fleiri aðilar koma að ýmsum námskeiðum og fleiru.

 

Á fundinum í kvöld verður tekið fyrir hvernig starfinu verður háttað í samráði við unglinganna.

 

Foreldrar eru velkomnir að mæta á fundinn í kvöld.

 

Innan unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur mikill fjöldi unglinga fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra starfa. Unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eiga sér langa sögu og hafa unglingadeildir gefið af sér sterka einstaklinga sem eru góð endurnýjun fyrir björgunarsveitir landsins, en einnig er starf í unglingadeildum gott veganesti út í lífið.

 

 

F.h. Björgunarsveit Hafliða.

Þórarinn Þórisson

Siggeir Stefánsson

Nóvember 2008