Fara í efni

Ungmennaráð Langanesbyggðar óskar eftir fulltúra

Fréttir

Langanesbyggð leitar áhugasamra fulltrúa til setu í Ungmennaráði Langanesbyggðar sem verða 14-20 ára á árinu.
Ungmennaráð er fullgild nefnd á vegum sveitarfélagsins og starfar eftir samþykktum Langanesbyggðar og erindisbréfi þess. Ráðið nýtur aðstoðar fulltrúa sveitarfélagsins í störfum sínum og er sveitarstjórn ráðgefandi hvað málefni ungmenna í sveitarfélaginu varðar, auk þess að sækja og sitja ráðstefnur um málefni ungmenna sem fulltrúar Langanesbyggðar.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa sambandi við
Sigurbjörn
sigurbjornf@langanesbyggd.is
eða
Sigríði
siggafridny@gmail.com