Fara í efni

Ungmenni frá UMFL í keppnisferð til Gautaborgar

Fréttir
Í sumar verða heimsleikar ungmenna í Gautaborg í Svíþjóð en þangað koma ungmenni frá um 20 löndum. Þar mun UMFL eiga öfluga fulltrúa en þau Álfrún Marey Eyþórsdóttir, Erla Rós Ólafsdóttir, Heimir Ari Heimisson og Svanhildur Björg Siggeirsdóttir keppa þar fyrir hönd HSÞ í frjálsum íþróttum. Þau hafa verið ötul í íþróttunum frá unga aldri og eru flottar fyrirmyndir fyrir unga iðkendur.

Í sumar verða heimsleikar ungmenna í Gautaborg í Svíþjóð en þangað koma ungmenni frá um 20 löndum. Þar mun UMFL eiga öfluga fulltrúa en þau Álfrún Marey Eyþórsdóttir, Erla Rós Ólafsdóttir, Heimir Ari Heimisson og Svanhildur Björt Siggeirsdóttir keppa þar fyrir hönd HSÞ í frjálsum íþróttum. Þau hafa verið ötul í íþróttunum frá unga aldri og eru flottar fyrirmyndir fyrir unga iðkendur. Við óskum þeim góðs gengis á mótinu.

Til að afla fjár fyrir kostnaði við ferðina ætla þau að selja fisk og rúgbrauð. Um er að ræða ferskan fisk (nýveiddur, aldrei búið að frysta) og nýbakað rúgbrauð.
2,5 kg af fisk (ýsa eða þorskur) kr. 6.000
1 kg af nýbökuðu rúgbrauði kr. 1.500
Hægt er að panta með því að hringja í Karen s.8975064.

Tekið er við pöntunum til 4 apríl en pöntunum er keyrt út í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Ekki amalegt það.