Unimoginnn farinn frá Þórshöfn
06.05.2008
Gamli Bens Unimog slökkvibifreiðin sem hefur þjónað Þórshafnarbúum í um 8 ár hefur nú verið afhentur nýjum eigendum sem eru Flugstoðir ohf. og mun hann halda áfram að þjóna sem slökkvibifreið á Bakkaf
Gamli Bens Unimog slökkvibifreiðin sem hefur þjónað Þórshafnarbúum í um 8 ár hefur nú verið afhentur nýjum eigendum sem eru Flugstoðir ohf. og mun hann halda áfram að þjóna sem slökkvibifreið á Bakkaflugvelli á suðurlandi.
Bíllinn er af gerðinni Bens Unimog árgerð 1985 með 2300 lítra vatnstank og 800 l. eins þrepa dælu við 8 bar og 3 metra soghæð. Hann hefur mikla eiginleika til aksturs í torfærum en síður til hraðaksturs á vegum. Hámarkshraði er um 80 km/klst. Hann er með einföldu húsi og rúmar aðeins ökumann og einn farþega með góðu móti.
.