Fara í efni

Upplýsingareitur á Þórshöfn

Fundur
Í dag voru veittir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er þetta fyrsta úthlutunin af þremur á þessu ári. Alls fengu 44 verkefni styrk að þessu sinni og nam heildarstyrkupphæðin rúmlega 150 m

Í dag voru veittir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er þetta fyrsta úthlutunin af þremur á þessu ári. Alls fengu 44 verkefni styrk að þessu sinni og nam heildarstyrkupphæðin rúmlega 150 milljónum króna
Verkefnin sem hljóta styrki eru fjölbreytt og kennir ýmissa grasa. Öll eiga þau þó sameiginlegt að þeim er ætlað að stuðla að þeim markmiðum sem sett voru með stofnun Framkvæmdasjóðsins. Þar ber hæst uppbyggingu, viðhald og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða á náttúruverndarsvæðum um land allt, að tryggja öryggi ferðamanna, vernda náttúru landsins og fjölga viðkomustöðum ferðamanna, svo nokkuð sé nefnt. Áberandi er hve miklu er veitt til hönnunar ferðamannastaða.

Langanesbyggð hlaut styrk upp á alls kr 1.120.000 út á verkefnið Upplýsingareitur á Þórshöfn. Sótt var um styrkinn í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyjinga. Eitt af megin markmiði verkefnisins er að efla upplýsingagjöf til ferðamanna og miðla til þeirra sögulegum bakgrunni þorpsins

Nánari upplýsingar um styrkveitinguna má nálgast hér.