Fara í efni

Urðunarsvæði við Bakkafjörð Skipulags- og matslýsing

Fundur
Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags fyrir urðunarsvæðið við Bakkafjörð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur lagt fram til kynningar skipulags- og m

Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags fyrir urðunarsvæðið við Bakkafjörð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur lagt fram til kynningar skipulags- og matslýsingu á verkefninu. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru ráðandi við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Þá er fyrirhuguðu skipulagsferli lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og matslýsingin liggur frammi á skrifstofum Langanesbyggðar, Þórshöfn og Bakkafirði, og á heimasíðu Langanesbyggðar www.langanesbyggd.is  svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér gögnin og komið með ábendingar.
Þeir sem vilja koma ábendingum til umhverfis- og skipulagsnefndar er bent á að skila þeim skriflega til sveitarstjóra Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn og/eða í tölvupósti sveitarstjori@langanesbyggd.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Ábendingar þurfa að berast fyrir 31. janúar 2013.

Skipulags- og matslýsinguna má nálgast hér

Sveitarstjóri Langanesbyggðar