Fara í efni

Úrvalslið í Útsvar

Fréttir
Nú liggur það fyrir að Langanesbyggð mun taka þátt í spurningakeppninni Útsvari í vetur og að sjálfsögðu er markið sett á sigur en fyrsta keppnin verður þann 30. október á móti Kópavogi. Úrvalsfólk hefur verið valið sem fulltrúar okkar og treystum við á liðsstjórann að setja saman stíft æfingarprógramm. Við kynnum þau hér til sögunnar:

Nú liggur það fyrir að Langanesbyggð mun taka þátt í spurningakeppninni Útsvari í vetur og að sjálfsögðu er markið sett á sigur. Úrvalsfólk hefur verið valið sem fulltrúar okkar og treystum við á liðsstjórann að setja saman stíft æfingarprógramm.  Við kynnum þau hér til sögunnar:

Heiðrún Óladóttir: verkefnisstjóri í Menntasetrinu á Þórshöfn, kennari, hestamaður og stuðbolti mikill. Hún rekur ættir sínar til Læknisstaða og Syðri-Brekkna, og því harðvítugur Langnesingur við að eiga. Hún er keppnismanneskja mikil og því vissara að forða sér EF svo vill til að það verði dómaraskandall!!!

Gunnar Ingi Jóhannsson: lögmaður og umfram allt stoltur Bakkfirðingur. Hann er að gera góða hluti á suðurhorninu og með reynslu sína úr dómssalnum treystum við á að hann hafi góða stjórn á þeim frænkum, líklega best að hann sitji í miðjunni!

Steinunn Inga Óttarsdóttir: bókmennta- og íslenskufræðingur með meiru. Hún er eðal blanda af Þistlum og Langnesingum, föðurættin frá Holti í Þistilfirði og móðurættin frá Læknisstöðum á Langanesi, sem þýðir að þær Heiðrún eru jú vissulega systkinabörn.

Að lokum er það liðsstjórinn Drengur Óla Þorsteinsson, sem einnig á ættir að rekja í Læknisstaði... Hann er harðsnúinn, hugmyndríkur og hefur afar, afar gaman af rökræðum. 

Úrvalslið, við erum svo algjörlega með þetta. /GBJ