Fara í efni

UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLA

Fréttir
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra kynnir UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til Alþingis þann 29. október 2016 fer fram á skrifstofum embættisins sem hér segir:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til Alþingis þann 29. október 2016 fer fram á skrifstofum embættisins sem hér segir:
 Akureyri, Hafnarstræti 107, virka daga frá kl. 9:00 til 18:30.
   Laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. október er opið frá kl. 14:00 til 17:00.
   Laugardaginn 29. október er opið frá kl. 10:00 til 18:00.
 Húsavík, Útgarði 1, virka daga frá kl. 9:00 til 15:00.
   Laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. október er opið frá kl. 14:00 til 17:00.
 Siglufjörður, Gránugötu 6, virka daga frá kl. 9:00 til 15:00.
   Laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. október er opið frá kl. 14:00 til 17:00.
 Dalvík, Ráðhúsinu, virka daga frá kl. 9:00 til 13:00.

   Frá 19. október fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla einnig fram á virkum dögum í samstarfi við sveitarfélög sem hér segir:

 Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, frá kl. 10:00 til 15:00.
 Þingeyjarsveit: Kjarna, Laugum í Reykjadal, frá kl. 10:00 til 15:00.
 Skútustaðahreppur: Hlíðarvegi 6, Reykjahlíð, frá kl. 9:00 til 12:00 og frá 24. október einnig frá kl. 13:00 til 15:00.
 Langanesbyggð: Fjarðarvegi 3, Þórshöfn, frá kl. 10:00 til 15:00.
 Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 6, frá kl. 12:00 til 15:00.
 Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, frá kl. 8:00 til 16:00.
 Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey, frá kl. 8:00 til 13:00, og skv. samkomulagi.
 Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Miðtúni, skv. samkomulagi.

Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða einstaklings um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl.15:00 fjórum dögum fyrir kjördag.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum mun fara fram í samráði við forstöðumenn þeirra og verður auglýst frekar innan viðkomandi stofnana.

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is, hefur að geyma margvíslegar upplýsingar varðandi kosningarnar.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
17. október 2016
Svavar Pálsson