Útboð á snjómokstri
12.03.2019
Fréttir
Langanesbyggð óskar eftir tilboðum í tímavinnu við snjómokstur og hálkuvarnir í sveitarfélaginu frá og með undirritun nýs samnings út vorið 2021.
Langanesbyggð óskar eftir tilboðum í tímavinnu við snjómokstur og hálkuvarnir í sveitarfélaginu frá og með undirritun nýs samnings út vorið 2021.
Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum ásamt snjómokstri og akstri á snjó, auk sandburðar á götur, gangstíga og bifreiðastæði.
Útboðsgögn er hægt að fá á skrifstofu Langanesbyggðar eða með því að hafa samband við sveitarstjóra (elias@langanesbyggd.is)
Útboðum skal skilað eigi síðar en kl. 12 á hádegi, fimmtudaginn 21. mars 2019 á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem tekið verður á móti tilboðunum og þau opnuð.