Fara í efni

Úthlutun fyrstu verkefnastyrkja Menningarráðs Eyþings

Fundur
29. nóvember 2007Í gær úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.  Er þetta fyrsta úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Þorgeirskirkju við Ljósa

29. nóvember 2007
Í gær úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.  Er þetta fyrsta úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Þorgeirskirkju við Ljósavatn að viðstöddu fjölmenni.  Alls bárust  ráðinu 54 umsóknir um rúmar 37 milljónir.  25 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 12 milljónir króna.

Ávörp fluttu Kristján L. Möller samgönguráðherra og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs sem kynnti niðurstöður ráðsins.

 

Flutt voru tónlistaratriði af styrkþegum sem og brot úr brúðuleiksýningu. Að þessu sinni féll hæsti styrkur ráðsins í skaut verkefnisins
Leikum saman   Verkefnið Leikum saman  felur í sér uppsetningu á söngleiknum Wake me up eftir Hallgrím Helgason rithöfund og listamann.  Þátttakendur í söngleiknum er ungt fólk, nemendur á unglingastigi í grunnskólum og á framhaldsskólastigi. Listrænir stjórnendur eru Arnór B. Vilbergsson, tónlistarstjóri og Guðjón Davíð Karlsson, leikstjóri.    Menningarráð Eyþings vonar að styrkir þessir verði menningar- og listalífi á svæðinu hvatning til áframhaldandi góðra verka.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk Menningarráðs Eyþings árið 2007.

http://eything.is/