Útiofn
01.04.2008
Íþróttir
1. apríl 2008Uppfinninga og fjöllistamaðurinn Marinó Ragnarsson situr ekki auðum höndum yfir vetrartímann.Í vetur hannaði hann þetta listaverk.Verkið er ný gerð af útihitunartæki og segir Marinó þetta
1. apríl 2008
Uppfinninga og fjöllistamaðurinn Marinó Ragnarsson situr ekki auðum höndum yfir vetrartímann.
Í vetur hannaði hann þetta listaverk.
Verkið er ný gerð af útihitunartæki og segir Marinó þetta verk sitt frábrugðið öllum slíkum, því sért þú einn með tækinu þá brosi við þér kunnuglegt andlit.
Þetta mun vera rétt því þegar eldur logar í eldhólfinu, kemur útskorna andlitið enn betur í ljós og kastar frá sér brosandi bjarma í húminu.
Verkið hefur tvennskonar notagildi. Annarsvegar hitar það upp heiminn og eykur löngun til útiveru og ásta á köldum kvöldum allt árið.
Einnig er hægt að hita púns, te og kaffi eða spæla sér egg á hellunni.
Marinó Ragnarsson er tvímælalaust í hópi fremstu listamanna landsins, það sannar þetta verk.