Fara í efni

Útivistardagur!

Fundur
Miðvikudagurinn 1.sept var útivistardagur hjá okkur í Grunnskólanum. Nemendum var skipt í þrjá hópa og voru þrjár stöðvar í boði, dorg á bryggjunni,berjamór og leikir á íþróttavellinum. Veðr

Miðvikudagurinn 1.sept var útivistardagur hjá okkur í Grunnskólanum. Nemendum var skipt í þrjá hópa og voru þrjár stöðvar í boði, dorg á bryggjunni,berjamór og leikir á íþróttavellinum.

Veðrið lék við okkur og allt gekk vel. Nemendur á miðstigi settu öll sín ber saman í eina fötu og stendur til að gera berjasultu í heimilisfræði!

Hér eru myndir frá útivistardeginum!

Útivistardeginum lauk með æsispennandi "júmbóbolta" þar sem nemendur í 5.-10.b kepptu á móti starfsfólki! Nemendur í 1.-4. bekk mynduðu klapplið og hvöttu þeir starfsfólkið ákaft áfram með þessum orðum: "áfram starfsfólk, sýnið hvað þið getið og setið boltann í netið"

Starfsfólk gerir sig klárt í slaginn!

Klappliðið á línunni!