Fara í efni

Varað við mjög slæmu veðri í nótt og fram á morgun

Fréttir

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan og austan stormi eða roki, 20-28 m/s, með snjókomu eða slyddu í kvöld og nótt og hefur sent út appelsínugula viðvörun sem verður í gildi frá kl. 11 í kvöld og sem varir fram eftir morgni þriðjdaginn 22. febrúar. 
Útlit fyrir samgöngutruflanir og að ekkert ferðaveður verði á meðan viðvörunin er í gildi. Líkur eru á foktjóni og er fólki er ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.