Vefstjóri kveður.
23 maí 2009
Nú um mánaðarmótin þá læt ég af störfum sem vefstjóri langanesbyggðar eftir að hafa verið með vefinn frá 7.júlí 2007 og þar áður með vefinn Bakkafjordur.is sem var sameinaður Thorshofn.is eftir sameiningu sveitarfélagana. Ástæðan er fjarvera mín frá sveitarfélaginu þar sem ég er búsettur á Akureyri en ráðning mín miðaðist við að ég héldi áfram störfum þar til aðili innan sveitarfélagsins fengist í starfið.
Nú er sá aðili fundinn og heitir Halldóra Gunnarsdóttir en hún er einnig æskulýðs- og menningarfulltrúi Langanesbyggðar. Hún hefur verið við störf við vefinn undarfarið til þjáfunar, og virðist vera búin að ná nokkuð góðum tökum á honum.
Óska ég Halldóru velfarnaðar í nýju starfi.
Á þessum tveimur árum sem ég hef verið með vefinn þá hefur hann fengið 38 þúsund tölvur inn á sig en alls 256 þúsund heimsóknir en yfir 580 þúsund flettingar. Meðalheimsóknartími er 1,35 mínuta sem þykir góð viðvera á vef.
Ég vil þakka öllum íbúum Langanesbyggðar nær og fjær frábærarmótökur og góða aðstoð með efni á vefinn. Einnig vil einnig þakka samstarfsfólki hjá Sveitarfélaginu sem og öðrum sem hafa verið mér innan handar við vefinn.
Mbk
Víðir Már Hermannsson
hondasp1@simnet.is
vidirh@brimborg.is