Fara í efni

Vegagerð í Vopnafirði

Tónleikar
4 desember 2007Vegagerðin hefur ekki samið við verktaka um 1. áfanga NA-vegar til Vopnafjarðar en tilboð í verkið voru opnuð 13. okótber. Um er að ræða 11 km kafla frá Brunnhvammshálsi að Bunguflóa. F

4 desember 2007
Vegagerðin hefur ekki samið við verktaka um 1. áfanga NA-vegar til Vopnafjarðar en tilboð í verkið voru opnuð 13. okótber. Um er að ræða 11 km kafla frá Brunnhvammshálsi að Bunguflóa. Fjórir buðu í verkið og voru öll tilboð undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 74 m.kr.
Birgir Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, segir að unnið sé að því að kanna getu verktaka og kalla eftir nauðsynlegum gögnum. Hann reiknar með því að ákvörðun verði tekin um miðja næstu viku. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Norðausturvegur til Vopnafjarðar er allt að 42 km langur og tengir Vopnafjörð við hringveginn.

Ruv.is