Fara í efni

Veggfóðrað með gömlum stjórnartíðindum

Fréttir
Báran var opnuð á miðnætti í gær eftir mikla andlitslyftingu. Þar er búið að mála allt líflega grænt, setja sófa og kósýheit í billjardstofuna og gera staðinn allan nútúmalegri. Nokkrir veggir eru veggfóðraðir með blaðsíðum úr gömlum stjórnartíðinum og einn veggur á barnum sjálfum er með blaðsíðum úr rauðu seríunum þannig að það er "ást á pöbbnum". Borðin voru einnin þakin blaðsíðum og lökkuð. Sjón er sögu ríkari, við hvetjum íbúa til að kíkja á herlegheitin. Nik bareigandi var "over the moon" , mjög ánægður með breytingarnar og hann hefur alls kyns hugmyndir og væntingar fyrir sumarið.

Báran var opnuð á miðnætti í gær eftir mikla andlitslyftingu. Þar er búið að mála allt líflega grænt, setja sófa og kósýheit í billjardstofuna og gera staðinn allan nútúmalegri. Nokkrir veggir eru veggfóðraðir með blaðsíðum úr gömlum stjórnartíðinum og einn veggur á barnum sjálfum er með blaðsíðum úr rauðu seríunum þannig að það er "ást á pöbbnum". Borðin voru einnin þakin blaðsíðum og lökkuð. Sjón er sögu ríkari, við hvetjum íbúa til að kíkja á herlegheitin. Nik bareigandi var "over the moon" , mjög ánægður með breytingarnar og hann hefur alls kyns hugmyndir og væntingar fyrir sumarið. Hann er þakklátur öllum þeim sem lögðu fram hjálparhönd í þetta skemmtilega verkefni.

 

 

Aðal drifkrafturinn var í þessum hópi, Nik bareigandi, Tóta Hólm, Katla Hreiðarsdóttir og Guðlaug Jónasdóttir, en þessar þrjár mættu með fullan bíl af dóti, málnigu og hugmyndum á mánudagskvöld.