Fara í efni

Vegleg bókagjöf til bókasafnsins

Fundur
Skólabókasafnið í Grunnskólanum tók á móti myndarlegri bókagjöf nú í vikunni þegar Aneta Potrykus afhenti safninu stóran bókakassa með vönduðum barna- og unglingabókum, ásamt stóru landakorti. Bækurna

Skólabókasafnið í Grunnskólanum tók á móti myndarlegri bókagjöf nú í vikunni þegar Aneta Potrykus afhenti safninu stóran bókakassa með vönduðum barna- og unglingabókum, ásamt stóru landakorti. Bækurnar eru gjöf frá pólska sendiráðinu og eru að sjálfsögðu á pólsku.

Hlýjar kveðjur fylgdu með í bréfi frá sendiráðinu. Aneta heldur góðum tengslum við pólska sendiráðið, sem vill hlú vel að löndum sínum hér á Þórshöfn. Börn og unglingar af pólskum uppruna eru hér allmörg, bæði í grunn- og leikskóla, svo bækurnar verða kærkomin viðbót í þann bókakost sem til er fyrir.

Kunnu skólastjóri og bókavörður bæði sendiráðinu og Anetu bestu þakkir fyrir þessa fallegu gjöf. Bókasafnið á nú allnokkurn bókakost á pólsku en fyrir nokkru síðan þá gengust Pólverjar hér fyrir bókasöfnun í heimalandi sínu og komu þá um 200 kg af bókum en pólska sendiráðið studdi framtakið með því að greiða flutningskostnað bókanna frá Póllandi til Íslands.