Fara í efni

Vegna dýpkunar í Bakkafjarðarhöfn

Fréttir
Vegna fyrihugaðrar dýpkunar í Bakkafjarðarhöfn verður að loka höfninni í 3-4 daga á meðan framkvæmdum stendur. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á tímabilinu 21. – 31. október n.k.

Vegna fyrihugaðrar dýpkunar í Bakkafjarðarhöfn verður að loka höfninni í 3-4 daga á meðan framkvæmdum stendur. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á tímabilinu 21. – 31. október n.k. Þar sem ekki er hægt að gefa úr nákvæma dagsetningu á því hvenær framkvæmdir hefjast er rétt að aðvara þá sem hafa báta innan hafnarinnar að fjarlægja þarf bátana úr höfninni á meðan framkvæmdir standa yfir. Nákvæmari tímasetning verður gefin út um leið og hún liggur fyrir en reikna má með að það verði bara um 2-3ja daga fyrirvari. Á sama tíma verður flotbryggjan tekin í viðgerð og er vonast til þess að þeirri viðgerð ljúki á sama tíma og dýpkunarframkvæmdum.

Við viljum biðja þá sem hafa báta innan hafnarinnar og aðra sem hafa einhverskonar hagsmuna að gæta, velvirðingar á þessari truflun sem þetta kann að hafa í för með sér. Að framkvæmdum loknum ættu aðstæður innan hafarinnar að batna til muna.

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum eða hafa eitthvað við þetta að athuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við hafnarvörð á Bakkafirði í síma 895-1686 eða hafnarvörð á Þórshöfn í síma 862-5198.

Stjórn Langaneshafna