Vel heppnað jólaball foreldrafélags Grunnskólans
05.01.2015
Fréttir
Á annann í jólum var haldið skemmtilegt jólaball í Þórsveri þar sem börn og fullorðnir stigu dans í kringum jólatréð. Hljómsveit spilaði undir dansi og setti það hátíðlegan brag á samkomuna. Leikskólabörnin stigu á svið og einnig sungu Dagný Rós og Katrín tvö lög með hljómsveitinni. Jólasveinarnir mættu að sjálfsögðu á svæðið til að gleðja börnin með góðgæti en einnig var boðið uppá heitt súkkulaði og smákökur. Þetta er árviss viðburður og er það foreldrafélag Grunnskólans sem sér um skipulag. Í ár voru það Dawid smiður ehf og útgerðin Hólmi sem styrktu samkomuna og foreldrafélagið færir þeim þakkir fyrir, sem og hljómsveitinni fyrir þeirra frábæra framlag. /GBJ
Á annann í jólum var haldið skemmtilegt jólaball í Þórsveri þar sem börn og fullorðnir stigu dans í kringum jólatréð. Heima hljómsveit spilaði undir dansi og setti það hátíðlegan brag á samkomuna. Leikskólabörnin stigu á svið og einnig sungu Dagný Rós og Katrín tvö lög með hljómsveitinni. Jólasveinarnir mættu að sjálfsögðu á svæðið til að gleðja börnin með góðgæti en einnig var boðið uppá heitt súkkulaði og smákökur. Þetta er árviss viðburður og er það foreldrafélag Grunnskólans sem sér um skipulag. Í ár voru það Dawid smiður ehf og útgerðin Hólmi sem styrktu samkomuna og foreldrafélagið færir þeim þakkir fyrir, sem og hljómsveitinni fyrir þeirra frábæra framlag. /GBJ
Myndir Hilma Steinarsdóttir