Vel heppnaður aðalfundur Eyþings á Þórshöfn
23.11.2016
Fréttir
Þann 12 nóvember var aðalfundur Eyþings haldinn á Þórshöfn en þar sitja sveitarstjórnarmenn og fulltrúar frá öllu Norð-austurlandi. Um 50 mann sóttu fundinn og þarf smá skipulag í kring um svona samkomu þar sem gistirými er ekki fyrir svo marga á gistiheimilum. Það var þó leyst og gekk fundurinn vel. Seinnipart föstudags var heimsókn í frystihúsið og einnig í nýja veiðarfærahúsið hjá útgerð Geirs ÞH en þar var boðið uppá léttar veitingar og harmonikkuspil. Kvöldverður var síðan á Bárunni þar sem Ágúst Marinó var veislustjóri. Á laugardaginn enduðu fundargestir svo á að heimsækja Jólamarkaðinn sem haldinn var sama dag í íþróttahúsinu./GBJ
Þann 12 nóvember var aðalfundur Eyþings haldinn á Þórshöfn en þar sitja sveitarstjórnarmenn og fulltrúar frá öllu Norð-austurlandi. Um 50 mann sóttu fundinn og þarf smá skipulag í kring um svona samkomu þar sem gistirými er ekki fyrir svo marga á gistiheimilum. Það var þó leyst og gekk fundurinn vel. Seinnipart föstudags var heimsókn í frystihúsið og einnig í nýja veiðarfærahúsið hjá útgerð Geirs ÞH en þar var boðið uppá léttar veitingar og harmonikkuspil. Kvöldverður var síðan á Bárunni þar sem Ágúst Marinó var veislustjóri. Á laugardaginn enduðu fundargestir svo á að heimsækja Jólamarkaðinn sem haldinn var sama dag í íþróttahúsinu./GBJ