Fara í efni

Verð á grásleppuhrognum rokið upp

Tónleikar
4.sept 2007Grásleppuveiðin við Nýfundnaland hefur sjaldan gengið verr er á nýliðinni vertíð. Um 3500 tunnur höfðust á land, sem er rúmlega þriðjungur þess meðaltals sem Nýfundnalendingar hafa átt að v

4.sept 2007
Grásleppuveiðin við Nýfundnaland hefur sjaldan gengið verr er á nýliðinni vertíð. Um 3500 tunnur höfðust á land, sem er rúmlega þriðjungur þess meðaltals sem Nýfundnalendingar hafa átt að venjast undanfarna áratugi.
Í upphafi vertíðarinnar var ljóst í hvað stefndi. Ísrek og kaldur sjór gerði að verkum að veiðimenn áttu í mesta basli með að athafna sig við veiðarnar. Ofaná bættist að verð á grásleppuhrognum var nálægt sögulegum lágmörkum, sem dró mjög úr áhuga manna fyrir veiðunum, reyndar ekki einungis í Nýfundnalandi, heldur í öllum löndunum sem stunda þessar veiðar.

Nú hafa veður skipast í lofti. Verð á gráslepputunnu á Nýfundnalandi (sem er algengasta viðmið í verðlagningu þessa veiðiskapar) er nú skyndilega rokið uppúr öllu sem vonir stóðu til. Þegar síðast fréttist var verðið á Nýfundnalandi um 800 Evrur, en var í upphafi vertíðar um 400 Evrur.

Samtök veiðimanna í Norður-Atlantshafi hafa til nokkurra ára staðið að sameiginlegu átaki sem miðar að því að hamla sókn á þann veg að markaður grásleppuhrogna yfirfyllist ekki.

Náttúrufarið í hafinu, bæði við Nýfundnaland og Grænland lögðu þessu átaki rækilegt lið á yfirstandandi ári. Ljóst er að framboð hrogna er nú undir eftirspurn, sem þýðir væntanlega að í nánustu framtíð mun fást betra verð fyrir hrognin en undanfarin ár.