Fara í efni

Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir lestrarátak í grunnskólanum

Fundur
Bókasafnið á Þórshöfn fékk veglega gjöf til bókakaupa, alls 80.000 krónur og er það afar kærkomin gjöf. Bókavörður fór þess á leit við Verkalýðsfélag Þórshafnar að styrkja safnið til kaupa á bókum fyrBókasafnið á Þórshöfn fékk veglega gjöf til bókakaupa, alls 80.000 krónur og er það afar kærkomin gjöf.
Bókavörður fór þess á leit við Verkalýðsfélag Þórshafnar að styrkja safnið til kaupa á bókum fyrir börn og unglinga en lestrarátak stendur nú yfir í skólanum og þörf á endurnýjun  bókakosts til að örva lestraráhuga. Félagið tók beiðninni vel og ákvað að styrkja verkefnið um 80.000 kr en það nemur um eitt þúsund krónur á hvern nemanda í skólanum.
Bókavörður tók fagnandi við þessari myndarlegu gjöf frá Verkalýðsfélaginu og næsta skref er þá að panta nýjar bækur í bókasafnið.
L.S.