Verkefnisstjóri framhaldsdeildar á Þórshöfn
Framhaldsskólinn á Laugum mun starfrækja framhaldsdeild á Þórshöfn frá haustönn 2009 og er auglýst eftir verkefnisstjóra. Verkefnisstjóri mun þróa þetta nýja starf í samvinnu við skólameistara og vera forsvari fyrir það. Starfið er hálft stöðugildi fyrstu mánuðina en heil staða frá 1. ágúst 2009. Verkefnisstjóri verður staðsettur á Þórshöfn en gert er ráð fyrir að hann starfi mjög náið með starfsmönnum Framhaldsskólans á Laugum og að nemendur Þórshafnardeildar komi reglulega í vinnubúðir á Laugum undir hans umsjón.
Umsækjendur þurfa að vera með háskólamenntun og kennsluréttindi.
Ráðið er í stöðuna frá 1. maí 2009. Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum og er öllum svarað.
Umsóknir skulu sendar fyrir 25. apríl 2009til skólameistara Framhaldsskólans á Laugum, sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 464-3112.
Skólameistari