Vestnorden ferðakaupstefnan haldin í Reykjavík
Dagana 15.-17. September var Vestnorden ferðakaupstefnan haldin í Reykjavík og átti AÞ 3 fulltrúa þar, þau Sif, Vilborgu Örnu og Einar Sigurðsson frá Raufarhöfn. Svæðið Norðausturland var kynnt sem ein heild undir nafninu; Visit north east Iceland. Við fengum góðar mótttökur og áttum 25 viðtöl bókuð í upphafi leiks. Efnið sem við kynntum fyrir ferðakaupendum var vistað á USB lykli sem var áfastur við póstkort sér hönnuðu fyrir sýninguna. Við buðum upp á 7 mismunandi ferðaleiðir um svæðið sem samanstóðu af þemunum; vetur, haust, vor, menning, náttúru perlur, Demantsringurinn og fuglaskoðun. Þá fengu kaupendurnir upplýsingar um gistingu, veitingastaði og aðra þjónustu á svæðinu og því er hægt að aðlaga ferðirnar að mismunandi markhópum eftir þörfum.
Mynd: Vilborg, Einar og Sif |
Ferðaleiðirnar sem kynntar eru á USB lyklinum eru hugmyndir að uppsetningu að ferðum um svæðið. Sex af þeim sjö ferðum sem kynntar voru gerðu ráð fyrir því að dvalið yrði í einhverja daga í Langanesbyggð. Vakin var athygli á ýmsum möguleikum á svæðinu í þessum ferðahugmyndum. T.d. þátttöku í sauðburði á vorin, því að hægt væri að fylgjast með og jafnvel taka þátt í eggjatöku. Hvað fuglaskoðun varðar var Langanesið að sjálfsögðu partur af ferðinni þar sem Súlubyggðin sérstaklega skapar Langanesinu sérstöðu hvað fuglaskoðun varðar. Í ferðatillögunni með menningu sem þema var vakin athygli á Skálaþorpinu, Sauðaneshúsinu, Kúffiskvinnslunni og sjávarþorpinu Bakkafirði. Möguleikum svæðisins sem útivistar- og göngusvæðis var voru víða gerð skil í ferðatillögunum.
Fjölmargir af viðmælendum okkar þekktu svæðið og höfðu mikinn áhuga á frekari upplýsingum um það. Margir af þeim sem komu starfa við að hjálpa fólki að skipuleggja ferðir sem það fer á eigin vegum. Sem er einmitt þeir hópar sem við höfum verið að horfa til. Það kom glöggt fram hjá mörgum aðilum að áhugi ferðamanna á svæðum sem eru utan við hin þann hring sem mestur straumur ferðamanna liggur um er sífellt að aukast.
Í framhaldinu höfum við síðan samband við það fólk sem kom til okkar og sendum því frekari upplýsingar um svæðið, bæklinginn um Þingeyjarsýslu og bæklinginn um GEBRIS svæðið Velkomin í draumalandið(en til stendur að þýða hann yfir á ensku) og síðan beindum við öllum okkar gestum inn á vefsíðuna www.visitnortheasticeland.is sem opnar formlega innan skamms.
Verkefnið var samvinna á milli AÞ, Markþings, Gebris og Mývetninga
Sýnishorn af kynningu