Fara í efni

Vetraráætlun Strætó á landsbyggðinni

Fréttir
Þann 15. september tekur vetraráætlun Strætó á landsbyggðinni gildi og mun áætlunin gilda til 17. maí 2014.

Þann 15. september tekur vetraráætlun Strætó á landsbyggðinni gildi og mun áætlunin gilda til 17. maí 2014.

Áætlunin á helstu leiðum verður eins og hér segir:

VESTURLAND OG NORÐURLEIÐ
Leið 57:
Ein ferð á laugardögum eins og síðasta vetur annars tvær ferðir á dag.
Leið 58: Tvær ferðir mánudaga, föstudaga og sunnudaga, en ein ferð á miðvikudögum og laugardögum. Enginn akstur þriðjudaga og fimmtudaga.
Leið 59: Ekið til Hólmavíkur tvo daga í viku, föstudaga og sunnudaga og til Búðardals mánudaga og miðvikudaga. Enginn akstur þriðjudaga og fimmtudaga.
Leið 81. Akstur á virkum dögum eins og síðasta vetur. Ekki í pöntunarþjónustu.

Leið 82: Leiðin verður tekin úr pöntunarþjónustu og ekur einungis þá daga sem leið 58 ekur.

Ný leið:
Leið 85 kemur inn með akstur í pöntunarþjónustu með tvær ferðir á dag, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga á leiðinni Hofsós – Hólar – Sauðarkrókur í tengslum við leið 57.

NORÐURLAND OG AUSTURLEIÐ
Minniháttar breytingar

Leið 56 fer eina ferð á dag Egilsstaðir – Akureyri. Ekki verður farin aukaferð á Reykjahlíð sem var ekin síðasta vetur.
Leið 78 tengist flugvellinum í morgunferð frá Siglufirði
Leið 79 verður í pöntunarþjónustu austan Húsavíkur eins og síðasta vetur.´

Vetraráætlun 2013 á leið 79 má nálgast hér.

Allar nánari upplýsingar um strætó má finna á heimasíðunni straeto.is