Við mótum skólastefnu saman
Hvernig getum við eflt skólana í Langanesbyggð?
Hvernig sjáum við skólana okkar eftir tíu ár?
Hvað viljið þið setja á oddinn í skólamálum?
Hvað er brýnast að gera?
Hvaða leiðir viljið þið fara?
Á þessu hausti verður unnið að mótun skólastefnu fyrir Langanesbyggð. Lögð er áhersla á að allir íbúar eigi þess kost að taka þátt í þessu starfi ásamt fræðslunefnd, stjórnendum og starfsfólki skólanna, nemendum, foreldrum, skólaráðum og foreldraráðum.
Með þessu bréfi er boðað er til fyrstu funda um þessa stefnumótun. Sá fyrsti verður Í Þórsveri laugardaginn 12. október kl. 11.00–13.00 og er ætlaður foreldrum og öðrum íbúum sveitarfélagsins. Umræður verða í hópum í því skyni að sem flestir geti komið skoðunum sínum á framfæri. Boðið verður upp á léttan hádegisverð á fundinum. Vegna veitinganna biðjum við fólk um að skrá sig með því að senda tölvupóst til didda@langanesbyggd.is eða hringja í síma 468 1220 og tilkynna þátttöku.
Annar fundurinn verður með starfsmönnum skólanna í Þórsveri mánudaginn 14. október kl. 15.00-17.00. Fundað verður með nemendum í skólunum 14.-15. október. Fundunum stjórnar dr. Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands sem ráðinn hefur verið til að stýra þessu stefnumótunarstarfi. Öllum er velkomið að hafa samband við Ingvar um þetta verkefni í síma 896 3829 eða með því að senda tölvupóst á þetta netfang: skolastofan@skolastofan.is.
Það er von okkar að sem allra flestir sjái sér fært að leggja af mörkum til þessa mikilvæga verkefnis.
Með ósk um góðar undirtektir,
Ólafur Steinarsson sveitarstjóri