Fara í efni

Viðburðardagatal eldriborgara

Vikulegir viðburðir: Mánudagar:Upplestur á Nausti kl 14:00 þar sem Kristín Kristjánsdóttir les framhaldssögu.Þriðjudagar: Heilsueflingarhópur hittist í  íþróttahúsinu Ver kl 11:00.  umsjón:

Vikulegir viðburðir:


Mánudagar:
Upplestur á Nausti kl 14:00 þar sem Kristín Kristjánsdóttir les framhaldssögu.


Þriðjudagar:
Heilsueflingarhópur hittist í  íþróttahúsinu Ver kl 11:00.  umsjón: Kristjana Þuríður Þorláksdóttir hjúkrunarfræðingur.
Opið hús og heitur matur í hádeginu á Nausti fyrir eldri borgara.
Glatt á hjalla í Glaðheimum frá kl 14:00-16:00. Þar er spjallað, prjónað, föndrað, spilað, séra Brynhildur Óladóttir kemur í heimsókn og þetta er síðan kryddað með léttri dagskrá. Boðið er uppá heimilislegar kaffiveitingar.


Miðvikudagar:
Vatnsleikfimi í sundlauginni frá kl 16:00-17:00. Kennari Þorsteinn Ægir. Kristjana Þuríður Þorláksdóttir, hjúkrunarfræðingur verður með í tímum og aðstoðar þá sem vilja.

Dagsetningar á stökum viðburðum:


6. nóvember: Spilabingó sem Haraldur Sigfússon stjórnar. Þjóðlegur fróðleikur í flutningi eldri borgara. -  Glaðheimar frá kl 14-16


10. nóvember: Félag eldri borgara fer út að borða í Svalbarðsskóla kl 19. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 8. nóvember.


13. nóvember: Fræðandi erindi. Gátur, gleði og gaman. Gestur dagsins Kristín Kristjánsdóttir á Syðri-Brekkum - í Glaðheimum frá kl 14-16.


14. nóvember: Fundur hjá Félagi eldri borgara í Glaðheimum kl 17 .


20. nóvember: Spilabingó, stjórnandi Haraldur Sigfússon. Skemmtisögur, skrýtlur og gátur sem eldri borgarar koma með og flytja. - í Glaðheimum frá kl 14-16.


27. nóvember: Ferð á dvalarheimilið Hvamm, Húsavík. Brottför kl 12:00 frá Nausti. Ef ferðin fellur niður vegna veðurs verður síðdegisdans og söngur.-í Glaðheimum frá kl 14-16 þennan dag.

4. desember: Kaffihúsastemning í Glaðheimum. Óli og Gunnlaugur skapa stemninguna. Frá kl 14-16.


11. desember: Lesið upp úr nýútgefnum jólabókum. Piparkökur og jólaglögg. - í Glaðheimum frá kl 14-16.


12.desember: fundur hjá Félagi eldri borgara í Glaðheimum kl 17 .

Nánari upplýsingar um dagskrá Naust og Glaðheima, gefa Bjarnveig í síma 468 1290 / 863 1290 og Kristín í síma 468 1352, Félag eldri borgara Björgvin í síma 468 1219. Heilsueflingarhópur Kristjana í síma 464 0603