Viðhorfskönnun
25.07.2008
Fundur
25. júlí 2008Þekkingarsetur Þingeyinga hefur nú sent út viðamikla viðhorfskönnun til íbúa Norðausturlands sem miðar að því að kanna viðhorf íbúa til ýmissa samfélagsþátta, þjónustu og búsetuskilyrða.
25. júlí 2008
Þekkingarsetur Þingeyinga hefur nú sent út viðamikla viðhorfskönnun til íbúa Norðausturlands sem miðar að því að kanna viðhorf íbúa til ýmissa samfélagsþátta, þjónustu og búsetuskilyrða. Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að taka vel í þessa könnun og svara, þar sem það skiptir miklu máli fyrir hvert byggðarlag að fylgjast með samfélagsbreytingum hvers tíma.
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir háskólanemi er sumarstarfsmaður Þekkingarsetursins og hefur unnið þessa könnun, en hún hefur einmitt vinnuaðstöðu í HÞ húsinu á Þórshöfn.