Viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga um sameiningu 26. mars n.k.
Viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps þann 26. mars er laugardagurinn 5. mars nk. þ.e. þá er kjörskrárstofninn myndaður sem þýðir að allir flutningar á lögheimili á milli og innan sveitarfélaga þurfa að berast Þjóðskrá í síðasta lagi 5. mars nk. eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag. www.skra.is
Minnt er á að námsmenn sem búsettir eru á norðurlöndunum en áttu síðast lögheimili hér á landi í einhverju af þeim sveitarfélögum sem ganga nú til kosninga eiga rétt á að kjósa. Námsmenn búsettir á norðurlöndunum þurfa að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá. Hér er linkur á frekari upplýsingar ásamt eyðublaðið sem viðkomandi þarf að fylla út:
https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/kjorskra/namsmenn-a-nordurlondum/
Flutningar á lögheimili sem eiga sér stað eftir viðmiðunardag hafa ekki áhrif á útgáfu kjörskrárstofns.