Fara í efni

Vika skapandi skólastarfs í Grunnskólanum á Þórshöfn

Fréttir
Í Grunnskólanum á Þórshöfn er vika skapandi skólastarfs þar sem áherslan er lögð á sjálfbærni

       Skapandi skólastarf 

Í Grunnskólanum á Þórshöfn er vika skapandi skólastarfs þar sem áherslan er lögð á sjálfbærni, en sjálfbærni felur í sér  spurninguna um það hvernig megi vinna að því að allt fólk búi við ásættanleg lífsgæði, en jafnframt séu náttúrulögmál virt og auðlindum viðhaldið svo að komandi kynslóðir fái einnig búið við mannsæmandi aðstæður, rétt eins og við (Sigrún Helgadóttir, 2013).

Í dag verða nemendur skólans og starfsfólk sýnilegt í búðum bæjarins og bjóða upp á bréfpoka í stað plastpoka, - eða bjóða fólki að nýta notaða plastpoka aftur og minnka þannig fjölda þeirra sem eru í umferð hverju sinni. 
Samkaup Strax er með í umboðssölu innkaupapoka frá Barnabóli en þeir eru seldir við kassann og kosta 1300 krónur.
Við hvetjum alla íbúa til þess að huga að plastnotkun heimila og vinnustaða og spyrja sig að því hvort minnka megi umbúðanotkun eða vera e.t.v. duglegri að flokka og endurvinna? 

Á föstudaginn bjóðum við öllum íbúum þorpsins í kaffi og djús til okkar í skólann – ekki gleyma að koma með fiskinn góða sem borinn var út í öll hús í gær – hann fer á góðan stað hér í skólanum!
Er ekki tilvalið að lita hann – eða skrifa eitthvað fallegt til móður jarðar og okkar allra á hann?
Vonumst til að sjá ykkur sem flest. 

„Þú hefur ekki fengið landið til eignar frá foreldrum þínum; þú hefur það að láni frá börnum þínum.“

 

Skólastjóri