Fara í efni

Viltu hjálpa?

Fundur
Eins og við íbúar í Langanesbyggð vitum er Wioleta Kuczynska mikið veik og barátta hennar við krabbamein heldur áfram. Staða Wioletu og fjölskyldu hennar er mjög erfið þar sem dýrt er að dvelja fjarri

Eins og við íbúar í Langanesbyggð vitum er Wioleta Kuczynska mikið veik og barátta hennar við krabbamein heldur áfram. Staða Wioletu og fjölskyldu hennar er mjög erfið þar sem dýrt er að dvelja fjarri heimabyggð og standa straum af öllum kostnaði sem fylgir meðferð sem þessari. Hún á ekki rétt á framfærslu frá Tryggingastofnun eða öðrum bótasjóðum eins og um íslenskan ríkisborgara væri að ræða og hlaðast því reikningarnir upp. Þrátt fyrir einstakan velvilja íbúa Langanesbyggðar í fyrri söfnunum er enn brýn þörf á áframhaldandi stuðningi ykkar.

Til að vekja athygli á málstað Wioletu ætlum við að ganga frá Bakkkafirði til Þórshafnar laugardaginn 10. nóvember nk.

Áframhaldandi stuðningi við Wioletu verður síðan fylgt eftir á næstu misserum eins og þörf krefur.

Þú getur lagt þitt af mörkum
með því að styrkja gönguna. Lagt verður af stað frá Bakkafirði  kl.10.00 og endar gangan við íþróttahúsið á Þórshöfn, þar sem kvenfélagið býður upp á rjúkandi kakó og meðlæti fyrir þreytta göngugarpa. Munu a.m.k. tveir þátttakendur ganga saman í einu þessa 40 km. Öllum er velkomið að ganga spöl með okkur og sýna þannig samhug í verki.

Styrktarreikningur í Sparisjóðnum
Tekið er við frjálsum framlögum og hefur verið opnaður reikningur í Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis:  1129-05-3460  kt. 110788-4019

Velunnarar Wioletu